Að strokka smjör

EB: mamma er ekki smjör búið til úr mjólk

Ég: ég veit ekki, ég held það sé búið til úr rjóma

EB: já eða kannski mjólk

EB: Mamma má ég fá smá mjólk?

Ég: já, já bjargaður þér bara sjálf.

Eftir nokkrar mínútur kem ég niður og sé hvar EB er með stóra skál fulla mjólk og rör úr gjafapappír ofan í skálinni.

Ég: Eva Björg, hvað ertu að gera?

EB: Ég er að búa til smjör, ég sá þetta einu sinni gert, heldurðu að ég þurfi að gera þetta lengi áður en smjörið verður klárt? 


Sundlaug í herberginu

Ég kom heim um daginn, þá stóðu framkvæmdir yfir í barnaherberginu, það átti að búa til sundlaug á miðju gólfinu, veggirnir voru hlaðnir með nokkrum handklæðum. Það gekk illa að fylla laugina þrátt fyirr marga lítra sem búið var að hella í hana.  Og öll handklæðin orðin blaut svo það gekk líka illa að þurrka upp eftir sundlaugina sem aldrei náði að verða klár.

Maí blogg

Elsta barnið mitt er að verða 18 ára eftir 2 daga.  Ég elska frídaga, ég á mér draum, mig langar til að vinna á bensín stöð. Veit ekki hvort mér finnist meira sjarmerandi að afgreiða nammi og bensín snemma á morgnanna eða fá að vera einstaka sinnum í fríi á meðan allir hinir vakna í vinnu. 


Aprílblogg

Síðan síðast er ég búin að fara til Noregs og Svíþjóðar. Ég skellti mér á skíði með alla fjölskylduna. Eg held að fáir geri sér grein fyrir því hvernig það er að pakka niður skíðadóti og fatnaði fyrir 6 manna fjölskyldur í eins fáar ferðatöskur og hægt er.

Ég veit að fólk á það til að taka of mikið dót með sér í sólarlandaferðir og jafnvel með yfirvigt.

En hvað þarf raunverulega í sólarlandaferð (allt fyrir utan þetta er bara lúxusvandamál) 

- sundskýla

- sólarvörn

- sandala (ef þú ferð ekki í þeim út)

- föt til að fara í út að borða

- Nærfatnað til skiptanna 

 

En athugum svo hvað þarf fyrir skíðaferð og munum að margfalda það allt saman með 6.

- Skíðahjálmur  (pakkast það vel? nei)

- Skíði, skíðaskó og skíðastfair (pakkast eitthvað af því vel? Nei)

- Ullarnærföt á 6 aðila  (það pakkast mjög vel)

- Vettlingar, lúffur og húfur.  (pakkast ótrúlega vel)

- Skíðabuxur og skíðaúlpa (pakkast vel en tekur mjög mikið pláss fyrir 6 aðila) 

- sundfatnaðar (lítið og nett svo ekki tók því að leigja það, en það hefði verið ódýrast að leigja það)

- Nærfatnaður til skiptanna 

 

Að sjálfsögðu gat ég ekki farið með þetta allt saman þar sem þetta var ekki allt til en magnið sem ég tók með, sem var 3 sett af skíðum 2 hjálmar og fatnaðurinn á alla, var gígantískur.

 Sem betur fer var þetta þess virði og ekkert slys fyrr en næst síðasta daginn. 

 


Helgarfrí

Sumar helgar eru eins og smásögur. Þessi helgi byrjaði rosalega vel, allt var skemmtilegt og alveg eins og það verður best á kosið. Svo kemur eitthvað lítið atvik uppá sem ekki næst að leysast og allt snýst við og verður hundleiðinlegt. Það er svo langt síðan ég las smásögu síðast að ég man ekki hvernig normið er, líklega er það bara misjafnt hvort sagan endar vel eða ekki. 


Vangaveltur um lífið og tilveruna


Ég var að hugsa um lífið og tilveruna og mismunandi upplifun á lífinu þegar ég var að taka strætó í morgun.

 

Og hvernig mannskepnan er mismunandi og hver einstaklingur er sérstakur og enginn er eins. Stundum þá finnst mér ég vera frekar einfaldur persónuleiki og ég er þakklát fyrir lítið og geri ekki miklar kröfur til lífsins.

Mér finnst ég einföld að því leiti að samfélagið er alltaf að reyna telja mér trú um að það sé verið að vaða yfir mig eða að mig vanti eitthvað og ég verði mun hamingjusamari ef ég eignast eitthvað eða get gert einhverja ákveðna hluti og ef það er ekki verið að vaða yfir mig, þá er alveg öruggt að það er verið að vaða yfir flest alla aðra í kringum mig og það að ég sjái ekki að það sé verið að vaða yfir mig eða ég bara „sætti“ mig við það næst besta fær mig til að finnast ég einföld.

Kannski heitir þetta metnaðarleysi, en þá finnst mér gott að vera metnaðarlaus, mér sýnist þá á öllu að fólk sem er uppfullt af metnaði og þarf að ná miklum sýnilegum árangri í lífinu það sé að jafnaði reiðara, ósáttara og alltaf í baráttu við einhverja ósýnilega óvini.

Ég er óskaplega sátt við mitt og einu vandamálin sem koma uppí mínu lífi eru algjörlega sjálfsköpuð að öllu leyti, ég held ég geti ekki á nokkurn hátt kennt öðrum en sjálfri mér um í þau skipti sem mér líður ekki vel.

Ég er mjög þakklát fyrir að vera alltaf með glasið hálf fullt. 


Leitin að sjálfri mér

Ég er 38 ára, gift, 4 börn, hús og bíl. Er í 100% vinnu og reyni að gera mitt besta til að standa mig í því sem ég tek mér fyrir hendur. Stundum gengur það mjög vel, aðra daga gengur það ekki alveg eins vel og suma daga gengur það alveg hrikalega illa.
Þegar ég var lítil þá skildi ég ekki þetta tal fólks um að finna sjálft sig. Hvernig er hægt að týna sjálfum sér?
Þegar ég var orðin eldri, þá var ég allt í einu í þessum sporum, ekki að ég hafi týnt mér í bókstaflegri merkingu þar sem ég veit bæði heimilisfangið mitt og ég get alltaf hringt í sjálfa mig. Ég vissi meira að segja hvert hlutverk mitt í lífinu væri, ég var bara sjálfkrafa búin að velja mér mitt hlutverk í lífinu með því að gifta mig og eignast mikið af börnum. Valmöguleikarnir minnka, ég hef ákveðnu hlutverki að gegna sem ég get ekki hlaupist undan, mest allur minn tími fer í að vinna mér inn fyrir fæði og klæði og svo að aðstoða börnin mín við að þroskast og leiðbeina þeim í gegnum lífið.
Þetta allt saman er bara afar tímafrekt verkefni og umfram tíminn orðinn verulega lítill til að gera það sem MIG langar til að gera.
Í þessu öllu saman þá gleymir maður með tímanum hvað það var sem manni langaði einu sinni til að gera í frítímanum sínum. Á þeim tímapunkti þá fyllist maður gremju og finnst maður alltaf vera að gera eitthvað fyrir aðra eða gera það sem samfélagið krefst af manni og það var þá sem ég "týndi" sjálfi mér, ég týndi sem sagt ekki sjálfri mér, ég týndi bara mínum löngunum og þrám.
Þá hófst þessi mikla leit, hver er ég og hvað vil ég?
Ég er svolítið eins og forvitið dýr, er komið með nefið inní allt og útum allt, stundum meiði ég mig og hrökklast til baka og stundum er eitthvað meira forvitnilegt og ég skoða hlutinn betur, en ég er alltaf til í að skoða og prófa.
Hvað um það eftir nokkurra ára leit hefur lítið breytst, ég er í sömu ytri aðstæðum, með sömu börnin, sama manninn, annan bíl og annað hús, bara smávægilegar breytingar. Þessar ytri breytingar eru ekki þær sem skipta neinu máli. Málið var bara að eftir alla þessa leit þá áttaði ég mig á því að eiga börn og fjölskyldu er það sem mig langaði til að gera, stundum bara gleymi ég því þegar það er of krefjandi líf. Ég á fullt af öðrum áhugamálum sem ég get vonandi sinnt betur seinna meir.
Lífið mitt er hversdagslegt, venjulegt en ótrúlega innihaldsríkt og skemmtilegt, ég þurfti bara að læra að sjá það og átta mig á að þetta voru mínar væntingar og þrár, ég týndi ekkert sjálfri mér, ég gleymdi bara að hafa gaman af því sem ég valdi mér.

Líf mitt í dag

- Ég vigti og mæli allar máltíðir
- Ég hringi í matarsponsor á hverjum degi til að tilkynna matarplanið mitt
- Ég borða ekki hveiti og sykur
- Ég drekk ekki áfengi
- Ég borða bara 3 sinnum á dag, alla daga vikunnar

Suma daga er þetta óþolandi og algjörlega óskiljanlegt að maður nenni að standa í þessu, er þetta virkilega þess virði?

Já, af tvennu illu þá er þetta skárri kosturinn með þessu móti er þetta kannski erfitt 2 tíma á dag, það er að segja í þau skipti sem fólk er ekki að borða sama mat og ég. En að vera ekki að þessu þýðir miklu meiri vanlíðan alla daga, alla klukkutímana á milli þess sem ég borða. Ég hef fengið athugasemdir varðandi þetta hvort ég sé bara að þessu fyrir "lookið" og nei ég myndi aldrei standa í svona bara fyrir lookið. Maður getur alveg verið með nokkur kíló utan á sér og litið vel út, en ef maður borðar of mikið og erendalaust að lofa sjálfum sér því að borða minna og heilsusamlegra þá er maður endalaust að brjóta á sjálfum sér og með eilíft samviskubit.


Fokking fokk

Helvítis fokking fokk

Stjórnsemi og yfirvegun

Ég á dóttur sem einu sinni var 3 ára en sama sumar skelltum við okkur til Tyrklands. Þessi dóttir mín hafði alltaf verið mjög vatnshrædd og haldið fast utan um einhvern fullorðinn í hvert skipti sem hún fór í vatn. En þarna úti eignaðist hún hringkút sem var með kattarhöfuð fyrir miðju kútnum sem hún gat faðmað að vild og veitti henni það öryggi sem hún þurfti.

En allavega þessi köttur varð besti vinur hennar og hún gekk um eða synti í kútnum mest allan tímann. En þessi litla dama er yngst og frekar stjórnsöm og ákveðin og einn daginn þá vildi hún að stóri bróðir hennar kæmi útí sundlaugina og myndi leika við hana.

Hún: (frekar smámælt) Þoðsteinn, komdu til mín

Hann: Nei ég er að lesa

Hún: Jú komdu núna stþaxþ!

Hann: Nei, ég ætla að lesa bókina, ég kem kannski á eftir.

Hún: (En róleg og smámælt en ákveðin í röddinni) Jú Þoðsteinn komdu núna!!

Hann: (Frekar ákveðinn) Nei Eva Björg, ég ætla ekki að koma og hættu nú að trufla mig!

Hún: Þko Þoðsteinn, ef þú kemur ekki núna stþax, þá þsprðrengi ég köttinn!!!

Við vitum ekki enn hvort hún hafi verið meðvituð um að hún myndi sökkva og stóri bróðir myndi bjarga henni eða hvort hún hélt að stóra bróður þætti líka svona vænt um köttinn.


Næsta síða »

Um bloggið

Sigrún Þorsteinsdóttir

Höfundur

Sigrún
Sigrún

Blogg, blogg, blogg

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband