Leitin að sjálfri mér

Ég er 38 ára, gift, 4 börn, hús og bíl. Er í 100% vinnu og reyni að gera mitt besta til að standa mig í því sem ég tek mér fyrir hendur. Stundum gengur það mjög vel, aðra daga gengur það ekki alveg eins vel og suma daga gengur það alveg hrikalega illa.
Þegar ég var lítil þá skildi ég ekki þetta tal fólks um að finna sjálft sig. Hvernig er hægt að týna sjálfum sér?
Þegar ég var orðin eldri, þá var ég allt í einu í þessum sporum, ekki að ég hafi týnt mér í bókstaflegri merkingu þar sem ég veit bæði heimilisfangið mitt og ég get alltaf hringt í sjálfa mig. Ég vissi meira að segja hvert hlutverk mitt í lífinu væri, ég var bara sjálfkrafa búin að velja mér mitt hlutverk í lífinu með því að gifta mig og eignast mikið af börnum. Valmöguleikarnir minnka, ég hef ákveðnu hlutverki að gegna sem ég get ekki hlaupist undan, mest allur minn tími fer í að vinna mér inn fyrir fæði og klæði og svo að aðstoða börnin mín við að þroskast og leiðbeina þeim í gegnum lífið.
Þetta allt saman er bara afar tímafrekt verkefni og umfram tíminn orðinn verulega lítill til að gera það sem MIG langar til að gera.
Í þessu öllu saman þá gleymir maður með tímanum hvað það var sem manni langaði einu sinni til að gera í frítímanum sínum. Á þeim tímapunkti þá fyllist maður gremju og finnst maður alltaf vera að gera eitthvað fyrir aðra eða gera það sem samfélagið krefst af manni og það var þá sem ég "týndi" sjálfi mér, ég týndi sem sagt ekki sjálfri mér, ég týndi bara mínum löngunum og þrám.
Þá hófst þessi mikla leit, hver er ég og hvað vil ég?
Ég er svolítið eins og forvitið dýr, er komið með nefið inní allt og útum allt, stundum meiði ég mig og hrökklast til baka og stundum er eitthvað meira forvitnilegt og ég skoða hlutinn betur, en ég er alltaf til í að skoða og prófa.
Hvað um það eftir nokkurra ára leit hefur lítið breytst, ég er í sömu ytri aðstæðum, með sömu börnin, sama manninn, annan bíl og annað hús, bara smávægilegar breytingar. Þessar ytri breytingar eru ekki þær sem skipta neinu máli. Málið var bara að eftir alla þessa leit þá áttaði ég mig á því að eiga börn og fjölskyldu er það sem mig langaði til að gera, stundum bara gleymi ég því þegar það er of krefjandi líf. Ég á fullt af öðrum áhugamálum sem ég get vonandi sinnt betur seinna meir.
Lífið mitt er hversdagslegt, venjulegt en ótrúlega innihaldsríkt og skemmtilegt, ég þurfti bara að læra að sjá það og átta mig á að þetta voru mínar væntingar og þrár, ég týndi ekkert sjálfri mér, ég gleymdi bara að hafa gaman af því sem ég valdi mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira takk

Jói (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorsteinsdóttir

Höfundur

Sigrún
Sigrún

Blogg, blogg, blogg

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband