Vangaveltur um lífið og tilveruna


Ég var að hugsa um lífið og tilveruna og mismunandi upplifun á lífinu þegar ég var að taka strætó í morgun.

 

Og hvernig mannskepnan er mismunandi og hver einstaklingur er sérstakur og enginn er eins. Stundum þá finnst mér ég vera frekar einfaldur persónuleiki og ég er þakklát fyrir lítið og geri ekki miklar kröfur til lífsins.

Mér finnst ég einföld að því leiti að samfélagið er alltaf að reyna telja mér trú um að það sé verið að vaða yfir mig eða að mig vanti eitthvað og ég verði mun hamingjusamari ef ég eignast eitthvað eða get gert einhverja ákveðna hluti og ef það er ekki verið að vaða yfir mig, þá er alveg öruggt að það er verið að vaða yfir flest alla aðra í kringum mig og það að ég sjái ekki að það sé verið að vaða yfir mig eða ég bara „sætti“ mig við það næst besta fær mig til að finnast ég einföld.

Kannski heitir þetta metnaðarleysi, en þá finnst mér gott að vera metnaðarlaus, mér sýnist þá á öllu að fólk sem er uppfullt af metnaði og þarf að ná miklum sýnilegum árangri í lífinu það sé að jafnaði reiðara, ósáttara og alltaf í baráttu við einhverja ósýnilega óvini.

Ég er óskaplega sátt við mitt og einu vandamálin sem koma uppí mínu lífi eru algjörlega sjálfsköpuð að öllu leyti, ég held ég geti ekki á nokkurn hátt kennt öðrum en sjálfri mér um í þau skipti sem mér líður ekki vel.

Ég er mjög þakklát fyrir að vera alltaf með glasið hálf fullt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorsteinsdóttir

Höfundur

Sigrún
Sigrún

Blogg, blogg, blogg

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband