Mótmæli

Árið 2007 keypti ég mér breyttan jeppa, ég keypti einbýlishús með heitapotti og palli. Ég fór til útlanda 3-4 sinnum á ári. Ég tók alveg ágætan þátt í lífsstílnum sem var í gangi á þessum árum og mér fannst það bara gaman á meðan á því varði. Ég vissi alltaf innst inni að þetta væri lífsstíll sem ekki myndi halda í mörg ár, ég var alveg viðbúin "þynnkunni". Kannki hef ég mína áfengisreynslu fram yfir svo marga Íslendinga í þessum málum. Ég veit að eftir mikinn glaum og mikla gleði sem fer fram úr öllu hófi þá eru bara nokkrir dagar/vikur/mánuðir í þynnku, vanlíðan og mórall á eftir, samt var fylleríið kannski bara ein helgi.

Ég get að sjálfsögðu kennt barþjóninum um drykkjuna á mér, ég get líka kennt hinum um sem voru enn fyllri en ég og skemmtu sér enn lengur og enn betur en ég.  Ég get alveg örugglega kennt einhverjum um og sótt hann til saka.

Það er nátttúrulega ferlegt súrt ef hinir sem voru að skemmta sér líka létu ömmu og afa taka ábyrgð á innistæðulausu tékkum og þau missa svo húsin sín og bílana. Þetta er allt saman alveg ferlega skítt og ósanngjarnt og það er alveg ömurlegt að þurfa að takast á við alla þessa þynnku. Ég tala ekki um vinina sem drukku meira að segja út húisð hjá ömmu og afa og geta síðan ekki greitt það til baka, eða hafa bara alls ekki áhuga á því, vegna þess að þetta voru alls ekkert vinir mínir.

Ég skil að fólk sé reitt og fúlt og sumir eiga mun minni sök á þessum málum en aðrir. Til dæmis þeir sem aldrei kusu flokkana og stefnunar sem voru við stjórn í 18 ár og fengu sér jafnvel ekki í glas á þessu tímabili og eyddu engum pening.

En bankinn minn hefur komið með úrræði handa mér, ég hef ekki orðið vör við að ég sé í "klíkunni" ég hef bara þegið þau úrræði sem bankinn hefur reynt að veita mér. Ég þarf enga niðurfellingu strax, ég seldi annan bílinn minn, mér finnst bara í góðu lagi að vera í strætó. Ég þarf ekkert að eiga tvo bíla. Ég get lifað af án utanlandsferða í einhver ár, ég upplifi það ekki sem brot á mínum mannréttindum þó það sé fúllt að komast ekki til útlanda öðru hverju. Ég verð bara að sætta mig við að skera mikið niður og minnka jólagjafir til barnanna minna. Ég veit að þau vilja margt annað frá mér en stórar jólagjafir.

Ég skil ekki hvað fólk vill fá útúr mótmælunum. Nýja stjórn, nýtt fólk, fólk sem spillist jafn fljótt og þeir sem hafa ráðið áður. Mannskepnan á erfitt með að höndla völd, það er mikið af fólki sem misnotar þau, ég treysti Jóhönnu og Steingrími til að lágmarka þessa misnotkun en það eru alltaf svartir sauðir inná milli og þeir verða ennþá til staðar þótt það komi nýtt fólk og stjórni landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þú er skynsamasta manneskjan á Íslandi og við erum greinilega svo innilega sammála!!! :)

lov u

Dagný Sævarsd (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorsteinsdóttir

Höfundur

Sigrún
Sigrún

Blogg, blogg, blogg

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband