Aprílblogg

Síðan síðast er ég búin að fara til Noregs og Svíþjóðar. Ég skellti mér á skíði með alla fjölskylduna. Eg held að fáir geri sér grein fyrir því hvernig það er að pakka niður skíðadóti og fatnaði fyrir 6 manna fjölskyldur í eins fáar ferðatöskur og hægt er.

Ég veit að fólk á það til að taka of mikið dót með sér í sólarlandaferðir og jafnvel með yfirvigt.

En hvað þarf raunverulega í sólarlandaferð (allt fyrir utan þetta er bara lúxusvandamál) 

- sundskýla

- sólarvörn

- sandala (ef þú ferð ekki í þeim út)

- föt til að fara í út að borða

- Nærfatnað til skiptanna 

 

En athugum svo hvað þarf fyrir skíðaferð og munum að margfalda það allt saman með 6.

- Skíðahjálmur  (pakkast það vel? nei)

- Skíði, skíðaskó og skíðastfair (pakkast eitthvað af því vel? Nei)

- Ullarnærföt á 6 aðila  (það pakkast mjög vel)

- Vettlingar, lúffur og húfur.  (pakkast ótrúlega vel)

- Skíðabuxur og skíðaúlpa (pakkast vel en tekur mjög mikið pláss fyrir 6 aðila) 

- sundfatnaðar (lítið og nett svo ekki tók því að leigja það, en það hefði verið ódýrast að leigja það)

- Nærfatnaður til skiptanna 

 

Að sjálfsögðu gat ég ekki farið með þetta allt saman þar sem þetta var ekki allt til en magnið sem ég tók með, sem var 3 sett af skíðum 2 hjálmar og fatnaðurinn á alla, var gígantískur.

 Sem betur fer var þetta þess virði og ekkert slys fyrr en næst síðasta daginn. 

 


Bloggfærslur 8. apríl 2013

Um bloggið

Sigrún Þorsteinsdóttir

Höfundur

Sigrún
Sigrún

Blogg, blogg, blogg

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband