Yngsta barnið

Yngsta barninu mínu finnst frekar leiðinlegt að láta skamma sig. Um daginn komum við fjölskyldan heim á sama tíma. Sú litla gerir bara svona eins og henni er eðlilegt og lætur peysuna og skóna bara á sinn stað sem er mitt á gólfið í anddyrinu. Pabbinn var frekar óhress með þetta og nefnir þetta kurteisislega við hana og endar með að segja að það sé "alveg óþolandi þegar hlutirnir eru á miðju gólfinu og alltaf fyrir manni þegar maður gengur um".

Sú stutta var ekki alveg sammála honum og sagði honum jafn kurteisislega að það væri "alveg óþolandi að eiga svona óþolandi pabba"  hún var frekar fljótt að átta sig á því að hún hafði verið ókurteis og bætti því við í skyndi að það væri allt í lagi þar sem hann væri ekki óþolandi í dag, bara stundum.

 


Hversdagslegt líf mitt

Ég er ofur normal manneskja með ofur normal líf og ofur normal fjölskyldu. Ef það væru myndir í orðabókinni af ofurnormal manneskju, þá væri mynd af mér þar!

Dæmi um það hvers vegna ég er ofurnormal

- ég hlusta á venjulega "hittara" í útvarpinu

- uppáhalds söngvarar og hljómsveitir er það sem vinsælast er þá og þegar.

- Mér finnst Toyota allt í lagi bílar eins og allir aðrir Íslendingar

- Ég læt telja mér trú um allskonar vitleysu eins og megnið af þjóðinni gerir.

- Ég er gift, átti börn fyrst og gifti mig svo, á öll börnin með sama manninum og við vinnum bara 8-17 eins og normalt er.

- Börnin mín eru öll frekar normal en einstök á sinn hátt.

 

 


Bloggfærslur 3. febrúar 2012

Um bloggið

Sigrún Þorsteinsdóttir

Höfundur

Sigrún
Sigrún

Blogg, blogg, blogg

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband