13.9.2011 | 14:03
Eigum við ekki bara að vera vinir
Ég held að strákar fái oftar að heyra þessa setningu heldur en stelpur. Ég man ekki eftir að nokkur strákur hafi sagt eitthvað svona við mig, ef ég hef viljað gera eitthvað meira en það sem vinum er sæmandi þá hafa þeir verið tilbúnir. Ekki að ég hafi reynt það oft, en það kom oft til tals þegar "vinirnir" voru komnir í glas, hvort ekki væri í lagi að blanda saman vináttu og smá kynlífi.
Þeir voru samt ekki ástfangnir af mér, en samt var þetta munurinn á mér og öðrum kk vinum þeirra. Allavega efa ég að flestir af þessum strákum hafi stungið uppá einhverju svona við kk vini sína.
Síðan líka þegar mínir karlkyns vinir eignuðust kærustur, þá höfðu þeir ekki þörf fyrir mig lengur. Það var nóg að sinna öllu "stelpu" tali við kærustuna. Annað tal var um bíla, vélar, veiðar og eitthvað sem ég er líklega ekki skemmtilegasti viðmælandi varðandi.
Ég á samt ágætis karlkyns vini sem ég veit að myndu alltaf reynast mér vel, þeir nenna bara ekki að spjalla við mig og líklega ekki hitt lengur.
Svo niðurstaðan hlýtur að vera að annað hvort er ég frekar leiðinleg frá sjónarhóli karlmanna eða of gordjöss til að hægt sé að eiga mig bara fyrir vin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. september 2011
Um bloggið
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar