19.8.2010 | 15:49
Fasteignasalar
Að öllu jöfnu þá er ég mjög umburðarlynd og æðrulaus manneskja. Ég læt fátt fara í taugarnar á mér og ef það gerir það, þá get ég yfirleitt haft gaman af því í leiðinni.
En ég næ ekki umburðarlyndinu fyrir fasteignasölum. Ég held að fasteignasalar hljóti að vera umorðun á setningunni "þjófnaður þar sem fórnarlambið veit að það er rænt en getur ekkert við því gert" þar sem fasteignasalar eru heldur ekki vitlausir og hafa því náð að búa til nógu flóknar reglur svo hinn venjulegi almúgi getur ekkert sagt þegar fasteignasalinn rukkar hann um nokkrar milljónir fyrir að selja eignina sína.
Hvernig er hægt að réttlæta það að sala á eign kosti frá 700.000 og uppí nokkrar milljónir og hver er eiginlega munurinn á því fyrir fasteignasala að selja eign á 10 milljónir og svo 100 milljónir. Hvers vegna á fasteignasalinn skilið að fá 10 sinnum hærri laun fyrir að selja dýrari eignina.
Ætli það sé notaður flottari pappír fyrir dýrari eigninga, eða mæta þeir í dýrari fatnaði þegar verið er að skrifa undir kaupsamning fyrir 100 milljónir króna.
Bloggar | Breytt 20.8.2010 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2010 | 13:29
Samkynhneigð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. ágúst 2010
Um bloggið
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar