13.8.2010 | 14:13
Börn og aðrir minna þroskaðir menn
Núna er barnalandstímabilinu mínu endanlega lokið, ég seldi eldhúsborðið mitt og ætla að halda því sem ég keypti (sem er samt ekki draumaborðið) en þar sem minn tími er liðinn þá verð ég bara að sætta mig við "nýja" borðið sem var keypt á kolaporti internetsins.
En hvað um það, það sem mér fannst merkilegast af öllu var eiginlega maðurinn sem keypti það af mér. Hann var nefnilega að leita að borði fyrir 8 MANNS. Hvað er eiginlega í gangi! Hver ákveður það að hann þurfi að gefa jóla og afmælisgjafir til 8 afkomanda og síðar meir þeirra afkomanda. Saman áttu þau hjónin 3 úr fyrra bandi (1 sem bjó heima og 2 helgarbörn) og svo komu 3 börn sem þau áttu sameiginlega fædd árin 2008, 2009 og 2010. 3 börn á 3 árum, þetta er geðveiki.
Hann er ekki sá eini sem ég þekki, það er hellingur af fólki sem er að eiga svona mikið af börnum, saman og í sundur, lausaleik og í hjónabandi. Ég held við verðum að fyrirgefa þessum körlum okkar þegar einn og einn afmælisdagur dettur úr minninu í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. ágúst 2010
Um bloggið
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar