11.8.2010 | 15:49
Að kaupa og selja á barnalandi.
Ég er búin að festast inná barnaland að undanförnu af einhverri meðvirkni, einhver sagði mér að það væri hægt að finna allt á barnalandi og mig vantaði hjól fyrir elstu stelpuna mína.
Það var engum ofsögum sagt að það er hægt að finna allt á barnalandi. Þetta er eiginlega eins og að vera kominn í kolaport internetsins, allskonar drasl sem hægt er að finna þarna.
Mér finnst mjög leiðinlegt í búðum og fer helst ekki hvorki til að skoða né versla en samt verð ég að viðurkenna að það var alltaf viss sjarmi að fara í Kolaportið, það var svona sérstök upplifun að fara þarna inn, þetta var svona útlanda stemning þar sem maður þekkti svona markaði frá útlöndum og Kolaportið minnir á einhvern útimarkað í útlöndum.
Mað barnalandi var öllum sjarma kippt út, það er einfaldlega ekkert eftir sem getur hugsanlega verið sjarmerandi eða skemmtilegt við að versla gamla hluti frá gömlu fólki.
Held ég sé komin í frí frá sölusíðum internetsins og nýti tíma minn í eitthvað gagnlegra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. ágúst 2010
Um bloggið
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar