22.11.2010 | 15:07
Málfrelsi á Íslandi
Stundum þá efast ég um að ég sé hlynt málfrelsi á Íslandi. Mér leiðast til dæmis ótrúlega mikið þegar vitlaust fólk er gjammandi í tíma og ótíma. Einnig leiðist mér ótrúlega mikið neikvæðir gjammarar á netinu sem taka hverja fyrirsögnina á fætur annarri og blogga um hana og ná á einhvern ótrúlegan hátt að týna allt það versta til sem hægt er að lesa úr fyrirsögnina eða upphaf fréttarinnar algjörlega óháð því hvað greinin fjallar í rauninni um.
En ég hef líklega val til að lesa eða hlusta ekki á það sem ég vil ekki hlusta á. Meira að segja facebook skilur að manni er ekki hvað sem er bjóðandi og mér stendur til boða að loka kurteisislega á þær raddir sem ég nenni ekki að hlusta á. Líklega eina leiðin sem hægt er að fara ef maður vill vera umburðarlyndur gagnvart málfrelsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. nóvember 2010
Um bloggið
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar