20.10.2010 | 15:34
Trúarhátíð eða verslunarhátíð
Er komin með kvíðahnút í magann yfir öllum verslunar og búðarferðunum sem þarf að fara í fyrir jólin. Ég þarf að kaupa um það bil 100 gjafir, sem margfaldast með 1000 í hausnum á mér.
Á jólunum þá þarf ég að gerast jólasveinn, því fylgja ansi margir litlir pakkar sem rúmast í skóm. Amma hún er orðin löglegt gamalmenni og getur því með góðri samvisku sent afkomendur sína í búðirnar fyrir sig. Pabbi hann er karlmaður og hefur með einhverjum undarlegum aðferðum komið því inn í hausinn á mér að hann eigi að sleppa frekar létt með innkaup fyrir mig og mína afkomendur. Jói segist vilja sjá um þetta, en á einhvern óskiljanlegan hátt þá verða hans ættingjar bara 1-2 þegar hann á að sjá um þessar gjafir. Enda er nóg fyrir greyið að finna bara út hvað hann á að gefa mér.
Það besta við þetta allt saman er að mér leiðast pakkar, mér leiðast búðir og mig vantar ekki neitt.
Er að hugsa um að segja jólunum upp sem verslunarhátíð og einbeita mér að jólaandanum þrátt fyrir að vera ekki sú mest trúaðasta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 20. október 2010
Um bloggið
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar