14.7.2010 | 13:12
Fædd í vitlausum líkama
Ég fór í skóbúð í dag og mátaði sko með 8 cm háum hælum, mér fannst ég loksins vera búin að finna sjálfan mig.
Ég er sjálf ekki nema 170 cm á hæð en ég stend alltaf í þeirri trú að ég sé 178 cm. Ég á vinkonur og systur sem eru hátt í 180 cm á hæð og ég upplifi mig alltaf sem jafn stórar þeim, ég verð alltaf svekkt þegar ég sé okkur standa hlið við hlið við spegil og ég sé það svart á hvítu að ég er bara pínu peð.
Einnig skil ég ekki afhverju Jói þarf alltaf að lyfta upp sturtuhausnum þegar hann fer í sturtu og skilur hann þannig eftir, ég veit ekki alveg hvort hann sé að minna mig á hvað ég sé lítil eða hvort hann trúi því virkilega ða hann þurfi að hækka hausinn, við hljótum að geta notað sama hæðarstatus fyrir þennan bannsetta sturtuhaus.
Ég var að velta því fyrir mér hvort ég gæti farið í svona hæðarleiðréttingu, líkt og fólk er núna að fara í svona kynleiðréttingu og ætli sú aðgerð væri þá ekki styrkt af ríkinu eins og hin aðgerðina. Mér líður allavega eins og það sé ekki allt eins og það á að vera þegar ég stend við hlið hávöxnu vinkvenna minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2010 | 11:49
Að vera mamma
Ég á 4 börn, sumum finnst það ekki mikið, en mér finnst það heill hellingur. Ég var að velta því fyrir mér um daginn hvað hefði gerst. Ég horfði á mynd um karlmann í tilvistarkreppu, hann var að fara að eiga sitt fyrsta barn og fannst það eitthvað ógnvekjandi og hann endaði með að halda framhjá kærstunni sinni. Hann sá að sjálfsögðu eftir öllu saman og vildi eiga óléttu kærustuna áfram, þetta var náttúrulega bíómynd.
En hann hefur greinilega vera mun þroskaðri en ég (fyrir utan þetta með framhjáldið), ég vissi ekkert útí hvað ég var að fara, ekki með 1. barn, ekki 2. barn, ekki 3. barn og ekki 4. barn, ég fattaði ekki þetta með 20 ára ábyrgðina. Ég fékk engar leiðbeiningar með óléttunni. Allt snerist bara um að láta sér líða vel á meðgöngu og reyna að eiga eðlilega fæðingu. Eins og það væri stærsta vandamálið. Ég hef sjaldan séð myndir af konum sem eru í tilvistarkreppu. Ef svo er, þá eru þær alkahólistar og pillusjúklingur ekki bara það að þær vilji verða helgarmömmur.
Ég fór í helgarferð um daginn og heimsótti vinkonu mína á Neskaupstað, mér fannst ein helgi vera of stutt, ég hefði viljað hafa a.m.k. viku. Núna finnst mér að ég verði að segja frá því að börnin mín séu yndisleg og mér þyki vænt um þau og bla, bla, bla.
En ég held að ég þurfi ekki að segja það, allir sem eiga nokkur börn skilja þessa tilfinningu þegar lífið hjá manni er orðinn þvottur, þvottur, svæfa, baða, hátta, klæða, elda, borða, ganga frá, stilla til friðar, hlusta á lestur, þvo og fleira þess háttar og maður skilur ekki afhverju maður er lentur í þessari stöðu. Hvað gerðist eiginlega og hvenær koma þessar stundir sem það átti að vera gefandi að eiga börn. Ég bíð eftir að börnin mín fari að heiman og komi í stuttar heimsóknir með ömmubörnin og yngsta barnið mitt er ekki einu sinni orðið 3 ára.
Ég fór í vinnuna um daginn, ég varð hissa að enginn vinnufélaganna minna sagði mamma við mig. En það var mjög gott og mánudagar eru þar af leiðandi uppáhaldsdagar vikunnar hjá mér þessi árin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010 | 15:42
Í vinnunni um hásumar
"Full frískur öryrki óskar eftir svartri vinnu"
Sá þetta einhvern tímann á netinu fyrir nokkrum árum síðan, held það hafi verið árið 2007.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar