20.12.2011 | 16:02
Krabbamein
Ég er komin með tvöfaldan háls. Einhver benti mér á að líklega væri þetta ofvaxinn skjaldkirtill. Ég las mér til um svona skjaldkirtils mál og komst að því himinlifandi að ofvirkir eða vanvirkir skjaldkirtlar gætu valdið taugaspennu og óróleika ásamt mikilli þreytu eða ofvirkni. Ég varð að sjálfsögðu himinlifandi og taldi mig vera komin með skothelda afsökun fyrir geðvonskunni sem hafði hrjáð mig í nokkrar vikur.
Ég dreif mig til læknis sem vísaði mér í blóðprufu, allt kom vel út þar og ég get ekki kennt skjaldkirtlinum um geðvonskuna mína og þá dreif hann mig í sónar til að láta mynda hálsinn á mér. Allt kom nokkuð vel út þar en þar sem læknirinn gefst ekki upp á að finna eitthvað að mér þá sendir hann mig í stungu. Ekki á stóra hnútinn heldur þennan pínulitla sem er vinsta megin á hálsinum (hálsinn minn er samt risastór hægra megin og ekkert athugavert við stærðina vinstra megin). Og nú er ég sem sagt að bíða eftir niðurstöðunum.
Ég var ekkert kvíðin fyrir þessu en þar sem allir menntaðir aðilar segja mér að vera ekkert kvíðin, þetta sé að öllum líkindum ekki neitt og algjör óþarfi að hafa áhyggjur en gott samt að láta kíkja á þetta. Og þar sem allir sem eru eitthvað fróðir um þetta eru svona uppteknir af því að segja mér að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af er ég komin á þá skoðun að ég þurfi að hafa áhyggjur af þessu.
Þess vegna lá ég uppí rúmi í gær og hugsaði um allt sem ég er ekki búin að gera en ætlaði mér að gera í lífinu og fór því að gera lista í huganum.
Það sem ég þarf að gera áður en ég dey
1. Fara í ferðalag út fyrir Evrópu.
2. Læra á bretti
Það sem ég er búin að gera er:
1. eignast mann og börn
2. búa í útlöndum
3. mennta mig
4. Eiga einbýlishús og breyttan jeppa
5. læra á skíði, skauta, hjóla ofl.
6. Fara í Disney World, sólarlandaferðir, borgarferðir og margt,margt fleira
7. Skoða Ísland hátt og lágt
8. Sjá eldgos
9. upplifa jarðskjálfta
og svona mætti lengi telja. Svo ég held að þó svo að ég ætti færri ár eftir ólifað en ég upphaflega gerði ráð fyrir þá myndi ég líklega "lifa það af" að deyja frá lífinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2011 | 10:53
Jól og afmæli
Ég á alltaf afmæli einu sinni á ári. Mér finnst frekar leiðinlegt að eiga afmæli, það er samt ekki af því að það er eitthvað slæmt að eiga afmæli. Mér finnst líka gaman að fara í skemmtilegar veislur en það er leiðinlegt að halda veislur og svo er leiðinlegt að sitja uppi með allt dótið sem maður bað ekki um í afmælisgjöf. Stundum væri ég alveg til í að leysa fólk bara út með gjöfunum sínum eftir veisluna. Fólki hlýtur að líka gjafirnar sem það keypti, annað væri bara fáránlegt, til hvers að kaupa gjafir sem manni finnst ljótar (nema náttúrulega að viðkomandi hafa beinlínis valið gjöfina sjálfur).
Er að upplifa mig svolítið hrokafulla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar