29.10.2010 | 14:03
Á leið upp aftur
Ég held ég hafi náð botninum í gær og hef það frábært í dag. Nú þarf ég bara að fara heim og takast á við þvott, fæða og klæða og elska lífið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2010 | 14:27
Að drukkna í djúpulauginni og geta ekki lært að synda
Þegar systir mín var lítil þá kenndi ég henni að synda með því að henda henni út í djúpu laugina og segja henni að synda að landi, fyrst um sinn þá þurfti ég alltaf að ná í hana, en svo náði hún loksins tökum á þessu og synti að bakkanum. Ég held að þetta sé mitt karma og það versta er, er að ég man ekkert eftir þessari sundkennslu, ég hef þessar heimilidir beint frá henni og hennar hræðilegu lífsreynslu í sambandi við dúpu laugina.
En þessa dagana þá er ég í miðri djúpu lauginni og rétt held mér á floti með hundasundi, heimilið mitt er fullt af börnum, heimalærdómi, þvotti, uppeldi, búðarferðum, eldamennsku, eiginmanni og ketti og ég kann ekki á nokkurn hátt að synda í þessu öllu og rétt næ að halda mér á floti í miðri lauginni. Ég er algjörlega búin að týna sjálfri mér og búin að gleyma öllum sundtökum sem ég lærði á sínum tíma.
Ég er búin að koma mér í einhverjar aðstæður sem ég ræð ekki við og mig langar bara til að systir mín komi og nái í mig og kenni mér að synda uppá nýtt. Nema það, að það er alls ekki henni að kenna að ég sé í djúpu lauginni og því þarf hún alls ekkert að ná í mig.
Ég hringdi í vinkonu mína í daginn sem skyldi við manninn sinn fyrir 4 árum síðan og spurði hvort það væri möguleiki að hún hefði skilið bara til að fá pabbahelgar. Hún vildi ekki meina að það væri þess vegna, en ég held hún vilji bara ekki viðurkenna það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2010 | 23:20
Danmörk og jólin
Ég sakna alltaf Danmerkur þegar það fer að líða að jólum. Danmörk og Danir eru æðislegir, samt átti ég frekar lítil samskipti við þá svona yfir jólamánuðina. Þá umgekkst ég meira Íslendingana, nema Danina sem unnu í búðunum, en í Danmörku þá var lífið rólegra og afslappaðra, til dæmis þá fór ég stundum og keypti jólagjafir (í október og nóvember af því að Danir eru þannig). Þegar komið var í röðina voru kannski 10 manns á undan mér, sem var nú ekkert svakalegt og maður bjóst við 10 mín bið, þegar maður heyrir að afgreiðslustúlkan segir
"Er det en gave, skal den pakkes ind?"
og þar sem Danir er mjög hagsýnir einstaklingar sögðu 95% þeirra "ja tak" og það skipti örugglega ekki máli hvort þetta var gjöf eða ekki, þeir gætu þá nýtt pappírinn í aðrar gjafir heima fyrir.
Svo biðu við hin róleg á meðan afgreiðslustúlkan pakkaði inn pappírnum og áætluð tímalengd raðar breyttist úr 10 mín í 2 klst.
En Danirnir eru bara rólegir í þessu, ekki þetta eilífa tímastress. Ég held að tíminn á Íslandi líði töluvert hraðar en annarsstaðar í heiminum. Allavega á ég minni tíma aflögu núna en ég átti í Danmörku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2010 | 15:34
Trúarhátíð eða verslunarhátíð
Er komin með kvíðahnút í magann yfir öllum verslunar og búðarferðunum sem þarf að fara í fyrir jólin. Ég þarf að kaupa um það bil 100 gjafir, sem margfaldast með 1000 í hausnum á mér.
Á jólunum þá þarf ég að gerast jólasveinn, því fylgja ansi margir litlir pakkar sem rúmast í skóm. Amma hún er orðin löglegt gamalmenni og getur því með góðri samvisku sent afkomendur sína í búðirnar fyrir sig. Pabbi hann er karlmaður og hefur með einhverjum undarlegum aðferðum komið því inn í hausinn á mér að hann eigi að sleppa frekar létt með innkaup fyrir mig og mína afkomendur. Jói segist vilja sjá um þetta, en á einhvern óskiljanlegan hátt þá verða hans ættingjar bara 1-2 þegar hann á að sjá um þessar gjafir. Enda er nóg fyrir greyið að finna bara út hvað hann á að gefa mér.
Það besta við þetta allt saman er að mér leiðast pakkar, mér leiðast búðir og mig vantar ekki neitt.
Er að hugsa um að segja jólunum upp sem verslunarhátíð og einbeita mér að jólaandanum þrátt fyrir að vera ekki sú mest trúaðasta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2010 | 13:26
Mótmæli
Árið 2007 keypti ég mér breyttan jeppa, ég keypti einbýlishús með heitapotti og palli. Ég fór til útlanda 3-4 sinnum á ári. Ég tók alveg ágætan þátt í lífsstílnum sem var í gangi á þessum árum og mér fannst það bara gaman á meðan á því varði. Ég vissi alltaf innst inni að þetta væri lífsstíll sem ekki myndi halda í mörg ár, ég var alveg viðbúin "þynnkunni". Kannki hef ég mína áfengisreynslu fram yfir svo marga Íslendinga í þessum málum. Ég veit að eftir mikinn glaum og mikla gleði sem fer fram úr öllu hófi þá eru bara nokkrir dagar/vikur/mánuðir í þynnku, vanlíðan og mórall á eftir, samt var fylleríið kannski bara ein helgi.
Ég get að sjálfsögðu kennt barþjóninum um drykkjuna á mér, ég get líka kennt hinum um sem voru enn fyllri en ég og skemmtu sér enn lengur og enn betur en ég. Ég get alveg örugglega kennt einhverjum um og sótt hann til saka.
Það er nátttúrulega ferlegt súrt ef hinir sem voru að skemmta sér líka létu ömmu og afa taka ábyrgð á innistæðulausu tékkum og þau missa svo húsin sín og bílana. Þetta er allt saman alveg ferlega skítt og ósanngjarnt og það er alveg ömurlegt að þurfa að takast á við alla þessa þynnku. Ég tala ekki um vinina sem drukku meira að segja út húisð hjá ömmu og afa og geta síðan ekki greitt það til baka, eða hafa bara alls ekki áhuga á því, vegna þess að þetta voru alls ekkert vinir mínir.
Ég skil að fólk sé reitt og fúlt og sumir eiga mun minni sök á þessum málum en aðrir. Til dæmis þeir sem aldrei kusu flokkana og stefnunar sem voru við stjórn í 18 ár og fengu sér jafnvel ekki í glas á þessu tímabili og eyddu engum pening.
En bankinn minn hefur komið með úrræði handa mér, ég hef ekki orðið vör við að ég sé í "klíkunni" ég hef bara þegið þau úrræði sem bankinn hefur reynt að veita mér. Ég þarf enga niðurfellingu strax, ég seldi annan bílinn minn, mér finnst bara í góðu lagi að vera í strætó. Ég þarf ekkert að eiga tvo bíla. Ég get lifað af án utanlandsferða í einhver ár, ég upplifi það ekki sem brot á mínum mannréttindum þó það sé fúllt að komast ekki til útlanda öðru hverju. Ég verð bara að sætta mig við að skera mikið niður og minnka jólagjafir til barnanna minna. Ég veit að þau vilja margt annað frá mér en stórar jólagjafir.
Ég skil ekki hvað fólk vill fá útúr mótmælunum. Nýja stjórn, nýtt fólk, fólk sem spillist jafn fljótt og þeir sem hafa ráðið áður. Mannskepnan á erfitt með að höndla völd, það er mikið af fólki sem misnotar þau, ég treysti Jóhönnu og Steingrími til að lágmarka þessa misnotkun en það eru alltaf svartir sauðir inná milli og þeir verða ennþá til staðar þótt það komi nýtt fólk og stjórni landinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2010 | 21:29
Óheiðarleiki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2010 | 14:48
Fokking fokk
Ég skil ekki mótmælendur í dag, ég efast um að nokkur aðili sem er að mótmæla sé að mótmæla sama hlutnum. Líklega eru þetta fokking fokk mótmæli, allavega virðist þjóðin ekki vera sammála í neinu máli öðru en að vera á móti.
Ég hélt að það væri svona eignaréttur vinstrimanna og "kommúnista" að vera á móti. Ætli allir Íslendingar séu þá núna orðnir vinstrisinnaðir afturhaldsseggir. Það er allavega komið í ljós í hvernig samfélagði við búum þegar allir eru á móti. Ekki á móti einhverju ákveðnu bara á móti öllu og sérstaklega þeim sem eiga pening. Sá tími er liðin að allir vildu vera "vinir" þeirra sem áttu pening, það var svona hægrisinnað samfélag og kallað góðæri.
Nú ríkir vinstri stjórn og þá vilja allir vera á móti og vondi kallinn eru allir þeir sem gætu hugsanlega átt pening.
Ég held að þjóðin sé að missa sig í eitthvað fokking fokk og ef ég flyst frá þessu landi þá er það til að losna við þráhyggjuna í góðærissamfélagið aftur en ekki útaf fokking ríkisstjórninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar